fbpx

Komdu þínu fyrirtæki á kortið með Matterport á Íslandi

Fólk notar netið til að skoða umhverfi og verslanir, s.s kaffihúsið, hótelið eða verslunina áður en það mætir á staðinn. Með því að bjóða væntanlegum viðskiptavinum að líta við áður en þeir mæta á staðinn byggirðu upp traust á þínu fyrirtæki en kemur einnig fram ofar og oftar í leitarniðurstöðum

Fagmaður á sviði 3D skönnunar frá Fasteignaljósmyndun getur aðstoðað þig við að koma þínu fyrirtæki á kortið.

Við bjóðum upp á 360 gráðu myndatöku í áður óþekktum gæðum sem síðan er sett á Google streetview. Þannig geta tilvonandi viðskiptavinir "gengið" inn og skoðað aðstæður áður en þeir koma sjálfir á staðinn.

Sýndarferð hentar öllum mögulegum fyrirtækjum, svo sem hótelum og gistiheimilum, veitingastöðum og veislusölum, listasöfnum og sýningarsölum, verslunum og þjónustu ásamt skólum og stofnunum hverskonar. 

Við notumst við bestu mögulegu myndavél á markaðnum sem kemur vel fram í gæðum á myndefninu sem skilað er. 

Verð fer eftir stærð og staðsetningu verkefnis. Stærð er metin út frá fermetrum og uppsetningu rýmis.


Gæðin skipta máli

Græjurnar skipta máli. Litlar vélar sem ráða illa við mismunandi birtuskilyrði eða jafnvel símar eru ekki að skila því efni sem æskilegt er. Við höfum oft verið fengin í að taka nýjar myndir þegar útkoman hefur ekki verið góð. Við notumst við Matterport PRO 2 sem er sú vél sem skilar allra bestu mögulegu útkomu.

Skoðaðu þig um á Hótel Geysi hér að neðan, "gakktu" um hús Halldórs Laxness, Gljúfrastein eða sjáðu hvernig fiskiskip af nýjust gerð er útbúið


  • Veitingastaður - Sjáland

  • Skip - Börkur NK

  • Hótel Geysir

  • Safn - Gljúfrasteinn

  • Sjómannaskólinn

  • Ísbúð - YOYO ís

  • Myndlistasýning

  • Verslun - Bauhaus

Hér má sjá dæmi um hversu mikið 3D sýningar eru notaðar. Þessi mynd sýnir heimsóknir á Sjáland veislusal á 19 mánaða tímabili. Í hverjum mánuði skoðuðu 1.206 manns sýninguna, eða 22.900 á þessum 19 mánuðum. Þar að auki skoðuðu 25.000 manns Sjáland Veitingastað.

Samtals eru það þá um 47.900 skoðanir eða yfir 2.500 manns sem skoðuðu sýningarnar hvern mánuð í 19 mánuði!

Þetta getur því haft gífurlega áhrif á heimsóknir til fyrirtækja sem nýta sér þessa tækni. 

 

Mögulegt er að setja inn allskyns merkingar beint í sýninguna. Þannig má setja inn myndbönd, texta, myndir eða hvað sem er sem þarf að vekja athygli á.

Sjá má dæmi með því að spila myndbandið hér til hliðar eða prófa sjálfur með því að smella á takkann hér að neðan. 


Google lét gera könnun á virkni mynda og 3D túra á skráningum fyrirtækja árið 2015. Þar kom fram að góðar myndir og 3D hefur mikil áhrif á hvort viðkomandi hafi áhuga á að fara á staðinn. Könnunina má nálgast HÉR.

When searching for businesses,
consumers use mapping products
44% of the time.

On average, 41% of these
place searches result in
an on-site visit.

Listings with photos and a virtual tour are twice as likely to generate interest.

Google leit spilar stórt hlutverk í vexti fyrirtækja og eigendur leita því ávallt betri leiða til að koma sér á kortið.
360 gráðu myndataka er mikilvægt tól til að komast hærra í leitarniðurstöðum Google sem leiða til fleiri heimsókna í fyrirtækið. Í raun hefur Google sjálft gefið það út að 3D túr um fyrirtæki leiði til yfir 100% aukningu í áhuga á þeim fyritækjaskráningum.

“Google beinir tilvonandi viðskiptavin að inngangnum - við færum hann innfyrir”

Google Street View er frí þjónusta sem var þróuð af Google og sett í loftið árið 2007. Google Maps og nú Google Earth gefa möguleika á Google Street View sem gerir fólki kleift að "ganga" um götur borga og bæjar sem það hefur jafnvel ekki komið til.

Núna er mögulegt að heimsækja og fara inn í verslanir, veitingastaði og önnur fyrirtæki þökk sé samstarfi Matterport og Google Street View.


Google leit


Mikill meirihluti fólks notar Google til að finna vörur eða þjónustu. Með því að gera fyrirtæki þitt sýnilegt á Google Maps stóraukast líkur á því að þitt fyrirtæki komi upp í leit á Google.

Þegar leitað er eftir kaffihúsi, veitingastað, hóteli, gistiheimili, fataverslun, skemmtistað eða hvaða þjónustu sem er í Reykjavík birtast fyrst niðurstöður af Google Maps. Þannig er gríðarlega mikilvægt að vera sýnilegur á Google Streetview.

Gæði

Við notum Matterport PRO 2 3D myndavél sem skilar myndgæðum sem hafa ekki áður þekkst í 3D myndatökum. Bæði er ljósnæmi og upplausn í toppgæðum sem skilar skýrum og björtum myndum en einnig er einfalt að stjórna ferðinni og "ganga" um rýmið.

Þekking og fagmennska

Fasteignaljósmyndun hefur verið leiðandi í þjónustu við fasteignamarkaðinn frá 2008. Við vinnum fyrir flestar fasteignasölur á höfuðborgarsvæðinu og víðar ásamt hótelum, gistiheimilum og leigufélögum eins og Reginn, Eik og Heimavöllum ásamt alþjóðlegum fyrirtækjum s.s Airbnb.
Við erum "Matterport Service Partner" á Íslandi. Það þýðir að þú getur verið viss um að sú vinna og efni sem við skilum stenst allar þær gæðakröfur sem Matterport gerir til sinna þjónustuaðila

Ljósmyndir

Úr 3D myndatökunni fást líka hágæða ljósmyndir sem þú getur notað að vild á vefsvæði, í prent eða annað.

Þitt vefsvæði

Þú getur einnig birt 3D sýninguna á þínu vefsvæði en í þeirri sýningu er mögulegt að setja inn merkingar þar sem bent er á það sem viðskiptavinurinn gæti haft áhuga á.
Vinsamlegast fylltu út formið hér að neðan og við höfum samband fljótlega til að svara öllum þeim spurningum sem þú kannt að hafa.
Invalid Input
ógilt netfang
Invalid Input

Vefheimar ehf: Kennitala: 4103070220

Fasteignaljósmyndun | Bílastúdíó

Frá árinu 2008 hefur Fasteignaljósmyndun verið leiðandi í þjónustu við fasteignasala og fasteignaeigendur
Hafðu samband

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.